Mótmæla strandveiðibanni

Mánudaginn 11. júlí síðastliðinn birtist auglýsing í Stjórnartíðindum þess efnis að frá og með 13. júlí og til og með 31. júlí yrðu strandveiðar bannaðar á svæði A sem nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurshrepps.

Í tilkynningu frá Landssambandi smábátaeigenda kemur fram að góð sigling hafi verið á veiðunum í þá sex daga sem þær stóðu yfir og hafi verið metafli fyrstu fjóra dagana. LS segir að auglýsingin um bannið hafi því komið á óvart sökum þess að útlit er fyrir óhagstætt veður næstu daga sem myndi draga úr aflanum og því ekki tímabært að setja bannið á.

LS hefur sent bréf til Fiskistofu þar sem kemur fram að enn eigi eftir að veiða 269 tonn eða um fjórðung heimildanna ásamt því að ljóst sé að afli á svæðinu verður langt frá viðmiðunarmörkum í júlí. Hvetur LS því Fiskistofu um að kalla auglýsinguna til baka og heimila veiðar aftur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira