Bjössaróló í Borgarnesi.

Kaupum helst ekki nema það sem við getum borgað

Björn Guðmundsson (1911-1998) trésmiður var starfsmaður Kaupfélagsins í Borgarnesi á liðinni öld og mikill hugsjónamaður. Hann byrjaði árið 1979 að hanna og smíða leikvöll fyrir börn enda barngóður mjög. Bjössi notaði við smíðina endurnýtt efni sem nýttist öðrum ekki lengur og leiktækin málaði hann svo í regnbogans litum. Bjössaróló er neðarlega í gamla bænum í Borgarnesi og hefur stundum verið kallaður best geymda leyndarmál Borgarness. Á Bjössaróló eru m.a. rólur, rennibrautir, vegasalt, gamall bátur, brú og ýmislegt fleira skemmtilegt í ævintýralegu umhverfi. Skammt fyrir neðan er fjaran og því heill ævintýraheimur fyrir börn.

Í ljósi frétta af mikilli uppbyggingu og allt að því 2007 ástandi í íslensku samfélagi ákváðu starfsmenn Safnahúss Borgarfjarðar nýverið að birta á vefsíðu sinni ágæta færslu úr gestabók Bjössaróló. Færslan er frá 1994 og skrifuð af Bjössa sjálfum: „Heilræði! Kaupum helst ekki nema það sem við getum borgað. (Bjössi).“

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Líkar þetta

Fleiri fréttir