Fyrsti grunnurinn í nokkur ár

Svanur Tómasson verktaki er nú að taka grunn fyrir íbúðarhúsnæði við Fellasneið 22 í Grundarfirði. Það væri svosem ekki merkileg frétt nema fyrir þær sakir að þetta er fyrsta nýbyggingin sem mun rísa síðan vel fyrir bankahrun. Áætlað er að framkvæmdir hefjist svo fljótlega og þarna muni reisulegt hús standa í framtíðinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir