
Ævintýraleg veiði í Laxá í Dölum
Laxveiðin gengur ágætlega víðast hvar en fiskurinn mætti reyndar vera ákveðnari að taka agn veiðimanna sumsstaðar. Veiðimaður sem var að koma úr Laxá Í Leirársveit sagði laxinn alveg áhugalausan, en mikið væri af fisk víða í ánni.
„Það eru komnir fyrir 200 laxar á land í Laxá í Dölum og við erum ekki búnir að veiða í marga daga,“ sagði Jón Þór Júlíusson um stöðuna í Laxá í Dölum. Áin hefur gefið yfir 200 laxa en þar er veitt á 3-4 stangir og einungis á flugu.