Rakubrennsla og eldsmíði við Leir7

Laugardaginn 16. júlí milli klukkan 12 og 17 verður heitt í kolunum í Leir7 í Stykkishólmi. Þá munu valinkunnir keramikerar og eldsmiðir, héðan og þaðan, kynda ofna og smiðjur og brenna og smíða gripi úr leir og járni. Bæði leirinn og járnið þurfa nauðsynlega tengingu við eld og hita til að hægt sé að smíða úr þeim gripi og hafa þær aðferðir sem hér eru notaðar fylgt manninum í aldir. Gaman er að fylgjast með og upplifa hvernig hið mikla afl breytir efni og áferð.

Gripirnir sem smíðaðir verða og brenndir verða til sölu á markaðsborðinu. Einfaldir og eigulegir hlutir á einföldu verði. Samskonar brennsluhátíð hefur farið fram áður i Leir 7 við Aðalgötu 20. Þar eru ágætar aðstæður til að fylgjast með þvi hvernig gripirnir taka á sig form og liti i eldinum. Allir eru velkomnir og veðurspáin er góð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir