Nokkrir píratar í NV kjördæmi.

Píratar halda prófkjör í Norðvesturkjördæmi

Píratar í Norðvesturkjördæmi opnuðu fyrir framboð á lista flokksins 16. júní síðastliðinn. Lokað verður fyrir framboð 7. ágúst. „Þeir sem tilkynna framboð eftir 22. júlí hætta á að fá minni kynningu en ella,“ segir í tilkynningu frá Pírötum. „Kosning hefst í rafrænu kosningakerfi Pírata 8. ágúst og stendur til 14. ágúst. Síðustu forvöð til að skrá sig í Pírata til að hafa kosningarétt í prófkjöri eru föstudaginn 15. júlí. Fyrir framboð í Norðvesturkjördæmi skal senda tilkynningu á: nvkjordaemi@piratar.is  Í framboðstilkynningu þarf eftirfarandi að koma fram: Nafn,  kennitala, lögheimili, símanúmer, hagsmunaskráning (stjórnarseta, fjárhagsleg tengsl, annað sem skiptir máli) og aðrar upplýsingar sem ætla má að máli skipti.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir