Malbikað í dag í Grundarfirði

Nú standa starfsmenn fyrirtækisins Hlaðbær Colas í ströngu við að malbika í Grundarfirði. Verið er að taka fimm botnlanga, fjóra botnlanga á Sæbóli og einn í Fellasneið. Svo er stór hluti Borgarbrautar einnig malbikaður í þessari umferð. Kominn var tími á malbikun á þessum götum en það gamla var farið að láta allverulega á sjá. Botnlanginn í Fellasneið var hins vegar malbikaður í fyrsta skipti núna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir