Fjölskylan ásamt séra Þráni. LJósm. hs.

Fyrsta skírn í vita sem vitað er um

Síðastliðinn laugardag var stúlkubarn skírt í Akranesvita á Breið. Fékk hún nafnið Lotta Ósk. Foreldrar stúlkunnar eru Bergþór Ólason framkvæmdastjóri og Jennifer Flume. Það var séra Þráinn Haraldsson prestur á Akranesi sem framkvæmdi athöfnina, en Hanna Þóra Guðbrandsdóttir söngkona sá um tónlistarflutning. Þetta mun vera fyrsta skírn sem framkvæmd er inni í vita hér á landi, en börnum hefur áður verið gefið nafn þeirra, meðal annars er vitað um vestlenskt barn sem skírt var á Þormóðsskeri utan við Mýrar, en þar er einnig viti eins og kunngt er.

Líkar þetta

Fleiri fréttir