Sólvellir fá andlitslyftingu

Starfsmenn vinnuskólans í Grundarfirði og bæjarins voru önnum kafnir við endurbætur á lóð leikskólans Sólvalla þegar Skessuhorn bar að garði síðastliðinn miðvikudag. Um er að ræða allt almennt viðhald lóðarinnar. Mála þurfti staura og girðingar, fylla upp í holur, skipta út nokkrum leiktækjum og að setja mottur undir rólurnar, og fleira slíkt. Einnig stóð til að skipta um gras á nokkrum stöðum á lóðinni, fjarlægja jarðveg og leggja nýjar þökur yfir.

Vinnuskólinn hófst handa á leikskólalóðinni á mánudag og stefnan var að vinnu yrði að mestu lokið í lok vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir