
Skóflustunga tekin að þjónustumiðstöð á Arnarstapa
Eins og Skessuhorn greindi frá í lok júní er stefnt á að reisa 300 fermetra þjónustumiðstöð á Arnarstapa. Er það fyrirtækið Snjófell ehf, sem á og rekur Arnarbæ á Arnarstapa, sem stendur fyrir þessari uppbyggingu á svæðinu. Sverrir Hermannsson, eigandi og framkvæmdarstjóri Snjófells, tók fyrstu skóflustungan af þjónustumiðstöðinni á fimmtudaginn, 7. júlí. Áætlað er að þjónustumiðstöðin verði tekin í notkun í apríl 2017 en þar verður einnig veitingasala og salernisaðstaða.