Kjördæmisþing mun ákveða aðferð við val á lista Samfylkingar

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til kjördæmisþings fimmtudaginn 14. júlí kl. 20 til að ákveða aðferð við val á framboðslista. Fundað verður á þremur stöðum, þ.e. í Menntaskólanum í Borgarnesi, Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði og Samstöðusalnum á Blönduósi í gegnum Skype til að gera fólki kleift að sækja þingið í sínu nærumhverfi. Stjórn kjördæmisráðs í Norðvesturkjördæmi hefur samþykkt tillögu þess efnis að valið verði á framboðslista með lokuðu flokksvali í skuldbindandi reglum Samfylkingarinnar um aðferðir við val á framboðslista sem samþykktar voru á flokksstjórnarfundi 2012. Kosning í fjögur efstu sæti listans verði bindandi og jafnræði kynja verði gætt með paralista. Atkvæðagreiðslan fer fram með rafrænni kosningu. „Stjórn kjördæmisráðs hvetur alla félagsmenn til að mæta á fundinn á sínu svæði og taka þátt í undirbúningi og umræðum vegna komandi alþingiskosninga,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir