Svipmynd úr Oddsstaðarétt. Ljósm. úr safni.

Gróður snemmsprottinn og bændur vilja því flýta Oddsstaðarétt

Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar í Lundarreykjadal hefur óskað eftir heimild til að flýta réttinni í haust um viku, þannig að hún verði 7. september í stað þess 14. Í erindi fjallskilanefndar kemur fram að gróður er snemmsprottinn þetta sumarið en við þær aðstæður sölna grös fyrr á láglendum heiðum og lömb gætu því tekið að safna á sig fitu í stað vöðva ef þau ganga of lengi á fjalli. Önnur rök sem mæla með flýtingu rétta er að miðað við útgefnar verðskrár sláturleyfishafa, verður hægt að koma hluta fjár í sláturhús á meðan yfirborgun á listaverði stendur yfir. Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar síðasta fimmtudag var samþykkt að vísa erindinu til fjallskilanefndar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir