Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, tekur við Bláfánanum úr hendi Salome Hallfreðsdóttur, fulltrúa Landverndar. Ljósm. stykkisholmur.is.

Bláfáninn á loft við Stykkishólmshöfn

Í dag, föstudaginn 8. júlí, hlaut smábátahöfnin í Stykkishólmi alþjóðlegu viðurkenninguna Bláfánann. Það er alþjóðanefndin International Blue Flag Jury sem stendur að baki Bláfánanum, en Landvernd á einmitt aðild að nefndinni. Stykkishólmshöfn hefur hlotnast viðurkenningu og Bláfáninn verið dreginn þar að húni á hverju ári síðan 2003, eða fjórtán sinnum.

Bláfáninn er alþjóðlegt merki sem veitt er þeim höfnum sem uppfylla ströng skilyrði er varða umhverfis- og öryggismál. Tilgangur Bláfánans er að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Er ætlunin með útnefningu Bláfánans að treysta verndun umhverfis hafnarinnar og alla þjónustu hafnarinnar. Á það að vera öllum þeim er nota eða sækja höfnina heim til hagsbóta.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mottumars er hafinn

Átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars, var formlega hrundið af stað síðastliðinn föstudag. Átakið snýst um, eins og landsmenn þekkja, krabbamein í körlum.... Lesa meira