Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, tekur við Bláfánanum úr hendi Salome Hallfreðsdóttur, fulltrúa Landverndar. Ljósm. stykkisholmur.is.

Bláfáninn á loft við Stykkishólmshöfn

Í dag, föstudaginn 8. júlí, hlaut smábátahöfnin í Stykkishólmi alþjóðlegu viðurkenninguna Bláfánann. Það er alþjóðanefndin International Blue Flag Jury sem stendur að baki Bláfánanum, en Landvernd á einmitt aðild að nefndinni. Stykkishólmshöfn hefur hlotnast viðurkenningu og Bláfáninn verið dreginn þar að húni á hverju ári síðan 2003, eða fjórtán sinnum.

Bláfáninn er alþjóðlegt merki sem veitt er þeim höfnum sem uppfylla ströng skilyrði er varða umhverfis- og öryggismál. Tilgangur Bláfánans er að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Er ætlunin með útnefningu Bláfánans að treysta verndun umhverfis hafnarinnar og alla þjónustu hafnarinnar. Á það að vera öllum þeim er nota eða sækja höfnina heim til hagsbóta.

Líkar þetta

Fleiri fréttir