Hér er verið að hífa aðra af tveimur nýjum kennslustofum á sökklana. Ljósm. bþb.

Tveimur kennslustofum bætt við á lóð Grundaskóla

Fyrir síðustu helgi var komið fyrir tveimur nýjum kennslustofum við Grundaskóla á Akranesi. Voru húsin smíðuð af Trésmiðju Þráins Gíslasonar. „Báðar verða stofurnar nýttar sem kennslustofur fyrir sjöunda bekk. Fyrir voru tvær kennslustofur sem voru notaðar sem námsver og kennslustofa í náttúrufræði. Námsverið verður núna að kennslustofu fyrir sjöunda bekk,“ segir Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla í samtali við Skessuhorn.  „Ástæða þess að þessar lausu kennslustofur bætast við hjá okkur er sú að það bætast við tvær bekkjardeildir á komandi skólaári. Á síðasta skólaári vorum við með 29 bekkjadeildir en í haust verða þær 31. Við búumst við fjölgun um rúmlega 30 nemendur á milli ára. Nú í haust mun mjög stór árgangur hefja nám í fyrsta bekk og verða fjórir bekkjardeildir í honum. Á móti kemur að við vorum að útskrifa eina árganginn sem var bara með tvær bekkjardeildir í vor. Það er því gríðarlega stór árgangur að koma inn í skólann og lítill að fara úr honum,“ segir Hrönn.

Hrönn telur skólann ekki vera sprunginn en hann sé kominn að þolmörkum. „Við erum mjög þakklát fyrir þessar kennslustofur og ánægð með bæjaryfirvöld að hafa brugðist við þessari fjölgun í skólanum.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir... Lesa meira