Guðlaugur ásamt teikningum af lokaverkefninu sem er til sýnis á framhlið Faxabrautar 3 á Akranesi. Ljósm. bþb.

Kynnti hugmynd um hótel og veitingastað í sementstönkunum

Um síðustu helgi hengdi Guðlaugur I. Maríasson nýútskrifaður byggingafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík, upp lokaverkefnið sitt á framhlið Faxabrautar 3 á Akranesi. Um er að ræða teikningar sem sýna hvernig hægt væri að breyta sementstönkunum við Faxabraut í fjögurra stjörnu hótel og veitingastað. „Ég útskrifaðist sem byggingafræðingur frá HR um síðustu áramót. Í lokverkefni í byggingafræði á að hanna byggingu sem almenningur hefði aðgang að. Sementsreiturinn hefur verið mikið í umræðunni og fyrir nokkrum árum gerði eiginkona mín BSc verkefni þar sem sementsturnarnir fengu nýja notkun og hafnarsvæðið var allt endurskipulagt. Einnig hafði vinnuveitandi minn Magnús H. Ólafsson arkitekt velt fyrir sér nýtingu á turnunum og var tilbúinn til að veita mér stuðning og ráðgjöf við svona stórt verkefni. Vinnan við þetta var krefjandi og erfið en á endanum tókst mér að hanna 88 herbergja hótel með veitingastað fyrir um 120 manns og fyrirlestrarsal ásamt fleiri smærri þjónusturýmum á einum besta stað við Faxaflóann,“ segir Guðlaugur.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir