Ferðafólk við Hraunfossa í Borgarfirði. Ljósm. mm.

Gera má ráð fyrir að breskum ferðamönnum muni fækka

Bretar voru 19% erlendra ferðamanna sem komu til landsins í fyrra og hefur þeim fjölgað mikið á undanförnum árum. Breskir ferðamenn eru duglegri að sækja Ísland heim að vetrarlagi en sumarlagi og eiga því þátt í að auka nýtingu fjármuna og stöðugleika í greininni með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á afkomu ferðaþjónustunnar. Á móti kemur að þeir eyða minna en íbúar annarra þjóða á ferðalögum hér á landi. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs voru Bretar 36% erlendra ferðamanna og síðustu þrjá mánuði síðasta árs voru þeir 31%. Gengi pundsins hefur lækkað frá meðaltali ársins eftir ákvörðun Breta um úrgöngu úr ESB um tæp 9% sem að öðru óbreyttu þýðir að kaupmáttur Breta hér á landi hefur versnað sem því nemur. „Þótt gera megi ráð fyrir augljósu sambandi milli nafngengis í heimalandi ferðamanns og vinsælda áfangastaða skýrir það eitt og sér ekki alla þá fjölgun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum. Sterk ímynd og almennar vinsældir á áfangastaðnum Íslandi, náttúra og menning hefur þar einnig mikið að segja,“ segir í Hitamælinum, vefriti Samtaka ferðaþjónustunnar.

Þar er einnig spurt hvort ferðamönnum frá Bretlandi muni fækka í kjölfar Brexit. „Til skamms tíma má ætla að það hafi ekki teljandi áhrif en ef spár um samdrátt í bresku efnahagslífi og gengisfall sterlingspundsins til langs tíma ganga eftir mun það geta haft áhrif á ferðalög Breta almennt. Í þessu sambandi skiptir miklu máli hvernig skilnaður Breta við Evrópusambandið muni þróast.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Heba Bjarg er dúx FVA

Föstudaginn 28. maí voru 55 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Heba Bjarg Einarsdóttir var með bestan námsárangur á stúdentsprófi með... Lesa meira

Slaka á samkomutakmörkunum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um slakanir á samkomutakmörkunum frá og með þriðjudeginum 15. júní. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150... Lesa meira