Byrjunin lofar góðu í Laxá í Dölum

„Opnunin í Laxá í Dölum skilaði fleiri löxum en elstu menn muna. Þetta var gríðarlega skemmtilegt,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir í samtali við tíðindamann Skessuhorns. Laxinn hefur verið að skila sér á flesta staði og mikið af honum sumsstaðar. ,,Laxinn er dreifður um alla á og nýr lax að ganga inn. Stórlaxar í bland við smálaxa. Flestir grálúsugir en aðrir búnir að vera í ánni í nokkurn tíma,“ sagði Harpa ennfremur. Opnunarhollið veiddi 27 laxa. Sem er ein besta opnunin í Laxá í Dölum, eins og fyrr segir.

Á myndinni er Harpa Hlín, en fleiri stemningarmyndir og veiðisögur er að finna í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir