Umboðsmaður Alþingis setur ofan í við Borgarbyggð

Bréf umboðsmanns Alþingis til Borgarbyggðar vegna afgreiðslu á erindum Þorsteins Mána Árnasonar var lagt fram á fundi byggðarráðs fimmtudaginn 30. júní síðastliðinn. Forsaga málsins er sú að Þorsteinn Máni óskaði eftir svörum og gögnum frá Borgarbyggð eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi 24. september 2015 úr gildi ákvörðun sveitarfélagsins um byggingarleyfi ferðaþjónustufyrirtækis við Egilsgötu. Í bréfinu til Borgarbyggðar ávítar umboðsmaður sveitarfélagið fyrir óeðlilegar tafir á svörum við erindum Þorsteins Mána, að sveitarfélagið hafi beint samskiptum sínum við hann til utanaðkomandi lögmanns, sem og óeðlilegar tafir á svörum við fyrirspurnum umboðsmanns vegna málsins.

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.