Skráningum á Íslandsmót lýkur á miðnætti í kvöld

Ákveðið hefur verið að hafa opið fyrir skráningar á Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum, sem fram fer í Borgarnesi um miðjan þennan mánuð, til miðnættis í kvöld, 6. júlí. „Hér stefnir allt í gott mót – skráningar eru að nálgast 300 sem er nokkuð í takt við væntingar,“ segir í tilkynningu frá undirbúningsnefnd.

Hesthúspantanir þarf að senda á netfangið marteinn@loftorka.is og þar þarf að koma fram fjöldi hrossa. Ef þarf aðstoð við skráningu (eitthvað misferst eða gengur ekki upp) þá má senda póst á kristgis@simnet.is með nauðsynlegum upplýsingum. Svanhildur Svansdóttir framkvæmdastjóri veitir svo nánari upplýsingar ef þarf í síma 899-2170 eða á netfangi svany@postbox.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir