Mynd af skjánum á stóru myndavélinni hjá Fonsa, sem sýnir vöðuna sem dansaði í kringum bát hans Frosta HS í morgun.

Höfrungavaða á Breiðafirði

Höfrungar svo hundruðum skipti voru í vöðu á Breiðafirði snemma í morgun þegar Alfons Finnsson fréttaritari Skessuhorns var á leið í róður. „Þeir skipta hundruðum og voru allt í kringum bátinn á fleygiferð,“ sagði Alfons. „Þetta gekk svona í um hálftíma og þeir hafa örugglega verið í æti en stefndu í norðurátt. Hér hefur bæði orðið vart bæði við síld og makríl og þá er líka mikið af síli og því er fjörugt fuglalíf hér einnig.“ Aðspurður segist hann hafa verið um tólf sjómílur norður af Ólafsvík þegar þetta var. Alfons er á strandveiðum og líkt og í gær eru það aðallega stórþorskar sem koma á færið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira