Jakob Svavar Sigurðsson og Nökkvi frá Syðra-Skörðugili sigruðu B-flokkinn, Jakob fékk einnig reiðmennskuverðlaun Félags tamningamanna. Ljósm. iss. Texti afe.

Fyrirmyndar umgjörð og góð frammistaða á Landsmóti hestamanna

Landsmót hestamanna var haldið í vægast sagt mögnuðu umhverfi Hóla í Hjaltadal dagana 27. júní til 3. júlí og gekk allt vel að sögn bæði gesta og mótshaldara. Um átta þúsund manns mættu á svæðið til að horfa á knapa leika listir sínar með hestum sínum og var samhljómur meðal mótsgesta um að fyrirkomulagið á keppninni hefði verið gott. Það má segja að mótið hafi steinlegið líkt og þegar vel er skeiðað því dagskráin var vel römmuð inn og samkvæmt snjallforriti Landsmótsins sem blaðamaður Skessuhorns hlóð í símann fyrir mótið voru skekkjumörk lítil sem engin hvað varðar tímasetningar viðburða. Er það einnig að þakka vallarþulunum sem gáfu engan afslátt hvað varðar slór og seinagang, ekki þó að það hefði verið vandamál, svo því sé til haga haldið. Einungis smávægilegur kuldaboli undir helgi setti skugga á annars frábært mót. Hins vegar búum við á Íslandi og eigum ekki að vera of góð að klæða af okkur smá kulda. Vissulega yljuðu því sólargeislarnir skagfirsku þegar þeirra varð vart.

Fjallað er um mótið í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.