Ívar Sindri við barinn. Ljósm. jse.

Stykkishólmur cocktail weekend um næstu helgi

Kokteilahátíðin „Stykkishólmur cocktail weekend“ verður haldin í fyrsta skipti um næstu helgi. Hátíðin verður dagana 8.-9. júlí og taka helstu barir og veitingastaðir bæjarins þátt í gleðinni. Félagarnir Jón Viðar og Ívar Sindri standa fyrir hátíðinni en þeir hafa báðir starfað sem barþjónar hérlendis og í London þar sem þeir lögðu stund á barfræðin í European Bartender School ásamt því að starfa á vinsælum kokteilabörum í miðborginni. Staðirnir sem taka þátt verða með sérstakan kokteil í boði fyrir hátíðina og mun dómnefnd fara á milli þeirra og leggja mat sitt á drykkina. Hátíðinni verður slitið á Sjávarpakkhúsinu laugardagskvöldið 9. júlí og jafnframt verður þar tilkynnt hvaða staður hlýtur titilinn „Kokteilbar Stykkishólms 2016“.

Líkar þetta

Fleiri fréttir