Sigurgeir Ársælsson með sjö punda lax úr Andakílsá. Ausa er bærinn norðan við ána.

Laxinn farinn að taka í Andakílsá

„Það eru komnir ellefu laxar á land og veiðimenn sem voru um daginn sáu vænan fisk í veiðistað fjögur,“ sagði Lára Kristjánsdóttir í árnefnd Andakílsár í Borgarfirði í samtali við tíðindamann Skessuhorns. Veiðin fer því vel af stað þar um slóðir. En þeir Maggi og Geiri voru í Andakílsá fyrir fáum dögum og settu í og lönduðu þremur löxum. Þá voru laxar komnir á nokkra staði í ánni og létu þeir vel af sér félagarnir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir