Harma hægagang við lagningu þriggja fasa rafmagns

Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna hægagangs við lagningu þriggja fasa rafmagns um héraðið, meðal annars á Mýrum. Fram kom á fundi ráðsins síðastliðinn fimmtudag að samkvæmt upplýsingum frá RARIK liggi fyrir að það muni að óbreyttu taka um 20 ár að ljúka þessu verki. „Það er verri staða en víða annarsstaðar á landinu. Þetta er óásættanleg framtíðarsýn fyrir margháttaða atvinnustarfsemi í dreifbýli sveitarfélagsins. Byggðarráð Borgarbyggðar skorar á þingmenn kjördæmisins og ríkisvaldið að taka þessa stöðu til umfjöllunar og leita allra leiða til að flýta lagningu þriggja fasa rafmagns um héraðið til að tryggja búsetu og gera stórum og tæknivæddum fyrirtækjum kleyft að starfa í dreifbýli Borgarbyggðar eins og í öðrum héruðum landsins,“ segir í ályktun byggðarráðs sem samþykkt var samhljóða.

Líkar þetta

Fleiri fréttir