Steini Eyþórs, 62 ára hjólakappi í Borgarnesi.

Safnaði á sjöunda hundrað þúsund fyrir ADHD samtökin

Þorsteinn Eyþórsson, 62 ára Borgnesingur,l_1330441966_adhd-logo2011 lauk í síðustu viku hringferð sinni um Ísland á reiðhjóli. Ferðin gekk að óskum og fékk Steini mjög góðar móttökur í Borgarnesi við heimkomu. Með hjólaferðinni vildi Steini jafnframt vekja athygli á ADHD samtökunum og safna áheitum fyrir félagið. Margir hafa lagt samtökunum lið og safnaði Steini rúmlega 620 þúsund krónum. Steina var m.a. boðið sem heiðursgesti á Herbalife fund á fimmtudagskvöldið þar sem honum voru afhentar 56 þúsund krónur í söfnunina. Þá má geta þess að Borgnesingurinn Erlendur Samúelsson gaf 100 þúsund krónur í söfnunina og afhenti gjöfina á kvöldvöku í Englendingavík á Brákarhátíð. Elli glímir við afar sjaldgæfan arfgengan sjúkdóm og þiggur lyfjagjöf til að halda aftur af einkennum sjúkdóms síns. Elli kveðst þakklátur fyrir það sem heilbrigðiskerfið gerir fyrir sig og vill með gjöfinni til ADHD samtakanna leggja sitt af mörkum til að öðrum líði einnig betur.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir