Drengur Kristjánsson var að sjáfsögðu færður í græna samfellu í tilefni Írskra daga en þeir voru settir sama dag og hann kom í heiminn. Ljósm. Myndsmiðjan.

Skagamaður númer sjö þúsund kominn í heiminn

Í gærkvöldi, fimmtudaginn 30. júní, fæddist sjöþúsundasti Akurnesingurinn á fæðingadeild Sjúkrahússins á Akranesi. Þessi merki Skagamaður reyndist vera drengur sem vó fjórtán og hálfa mörk. Foreldrar hans eru þau Arney Þyrí Guðjónsdóttir stuðningsfulltrúi og Kristján Valur Sigurgeirsson starfsmaður Norðuráls. Á síðustu þremur árum hefur íbúum Akraneskaupstaðar fjölgað um 350 umfram brottflutta. 1. janúar síðastliðinn bjuggu í bænum 6908 manns og hefur Skagamönnum því fjölgað um 92 á réttu hálfu ári. Búist er við frekari fjölgun á næstu árum meðal annars vegna aukinnar atvinnuuppbyggingar á Grundartanga og byggingu nýrra íbúðahverfa á Akranesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir