Heimir Jónasson tók við styrknum úr hendi Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, fyrir hönd sonar síns Daníels. Ljósm. Kristinn Ingvarsson.

Nemandi úr FVA hlaut styrk úr afrekssjóði HÍ

Daníel Þór Heimisson nýstúdent úr Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi er meðal styrkhafa úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands, en styrkir voru afhentir 28 efnilegum nýstúdentum síðastliðinn þriðjudag. Styrkþegarnir eiga það allir sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri á stúdentsprófi og innritað sig til náms við Háskólann í haust og nemur hver styrkur 375 þúsund krónum. Daníel Þór útskrifaðist úr FVA um síðustu áramót.

Daníel Þór brautskráðist eftir sjö anna nám af félagsfræðabraut FVA með ágætiseinkunn og hlaut fjölda verðlauna og viðurkenninga, eins og sagt var frá í Skessuhorni fyrir áramótin. Hann stefnir á nám í íslensku í haust og í framhaldinu á kennslufræði með það fyrir augum að kenna í framhaldsskóla og jafnvel stýra slíkum skóla í framtíðinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira