N4 sendir út frá Írskum dögum

Föstudagsþátturinn á N4 mun þessa vikuna verða sendur út frá Akranesi. Tilefnið er að sjálfsögðu Írskir dagar. Hlédís Sveinsdóttir, umsjónarmaður þáttarins Að vestan á N4, mun sjá um Föstudagsþáttinn að þessu sinni og verður hann sendur út frá Stúkuhúsinu í Görðum. Þátturinn verður ekki aðeins helgaður Írskum dögum heldur verður hann með ýmist efni frá Vesturlandi. Þátturinn fer í loftið klukkan 18:00 í kvöld.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Krufning í FSN

Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru önnum kafnir í einni skólastofunni í síðustu viku er fréttaritara Skessuhorns bar að... Lesa meira