Svipmynd frá sumarmarkaði í Breiðabliki. Ljósm. úr safni.

Sumarmarkaður á Breiðabliki um helgina

Hinn árlegi Sumar-Sveitamarkaður verður haldinn í félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi um helgina, dagana 2.-3. júlí. Hefst hann klukkan 12 báða dagana og stendur til kl. 18. Framleiðendur eru frá býlum á sunnanverðu Snæfellsnesi, allt frá Hítará að Hellnum, eða hafa tengingu inn á svæðið. Á boðstólnum verður bæði matur og handverk. Matur eins og nautakjöt, reyktur silungur, hveitikökur, sultur, kæfur og fleira. Handverkið er fjölbreytt; lopapeysur, vettlingar, sokkar, jurtalitað garn, þæfðar vörur, kerti, ljósmyndir, happapokar, blóm í garðinn og margt fleira. Litla kaffihúsið verður að sjálfsögðu á sínum stað með kaffi, kakó og vöfflur. „Hlökkum til að eiga skemmtilega stund saman,“ segir í tilkynningu frá undirbúningsstjórninni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir