
Spá jafnvel þrumum og eldingum síðdegis
Síðdegis í dag búast veðurfræðingar við myndarlegum skúradembum á Suður- og Vesturlandi. Samhliða þeim verða þrumur og eldingar og jafnvel hagl.
Í nótt og á morgun má búast við norðaustan- og norðan strekkingi sem getur staðbundið verið varasamt fyrir þau ökutæki sem viðkvæmust eru fyrir vindi.