Frá Írskum dögum. Ljósm. úr safni.

Setningu Írskra daga frestað til 14:30

Af óviðráðanlegum orsökum hefur setningu Írskra daga á Akranesi verið frestað frá klukkan 10:00 í dag til kl. 14:30. Athöfnin átti að fara fram á Kirkjubraut á móts við Gamla Kaupfélagið, en verður á Akrartorgi. Þar munu meðal annarra leikskólabörn koma saman og framkvæma gjörning í takt við hið heimsfræða „Hú!“ á landsleikjum á EM.  Þá er von á óvæntum gesti og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri mun setja hátíðina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira