Rólegt á miðunum í upphafi makrílvertíðar

HB Grandi sendi uppsjávarveiðiskip sín til makrílveiða í byrjun vikunnar. Víkingur AK fór frá Akranesi aðfararnótt mánudags og hefur verið á veiðum suður af landinu. Venus NS mætti svo á miðin suðaustur af Vestmannaeyjum í gær. Að sögn Alberts Sveinssonar, skipstjóra á Víkingi, fór vertíðin rólega af stað. ,,Við erum nú um 40 sjómílur suð-suðaustur af Vík í Mýrdal. Það voru nokkur skip komin á makrílveiðar þegar við komum á svæðið en það er rólegt yfir veiðinni enn sem komið er. Við tókum stutt hol í gær og vorum með um tíu tonn. Það var svo aftur kastað í morgun og við vorum að enda við að dæla 120 tonnum af fiski úr trollinu. Aflinn hér er dálítið síldarblandaður og við erum því að færa okkur aðeins vestar í von um að fá þar hreinni makrílafla,“ sagði Albert í samtali við vef HB Granda.

Sjá nánar hér.

Líkar þetta

Fleiri fréttir