Leikskólabörnin tóku víkingaóp stuðningsmanna íslenska landsliðsins. Hú! Inn í hringnum eru Hallgrímur Ólafsson, Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri og Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra.

Írskir dagar voru settir á Akratorgi

Nú klukkan 14:30 var bæjarhátíðin Írskir dagar á Akranesi settir og mun hún standa til sunnudagskvölds og ljúka með landsleik í Skógræktinni, þ.e. landsleik Ísland – Frakkland á EM sem sýndur verður á risaskjá. Á setningu hátíðarinnar mættu leikskólabörn bæjarins í írsku fánalitunum. Þau tóku hið víðfræga víkingaóp sem stuðningsmenn íslenska landsliðsins eru orðnir heimsfrægir fyrir en einnig sungu börnin „Ég er kominn heim“ og afmælissönginn fyrir Regínu bæjarstjóra sem á afmæli í dag. Eftir setningu hátíðarinnar í dag taka við ýmis atriði. Klukkan 16:00-17:30 býður t.d. Húsasmiðjan öllum út að borða, en grillaðar verða pylsur ofan í gesti við verslunina. Klukkan 19 í kvöld verður svo Litla Lopapeysan á Akratorgi þar sem ungt hæfileikaríks tónlistarfólk er í aðalhlutverki. Þetta og fjölmargt annað má lesa um í meðfylgjandi dagskrá.

 

Dagskrá Írskra Daga

Dagskrá Írska Daga

Líkar þetta

Fleiri fréttir