Ragnar Jakob Kristinsson og Sigurður Karlsson opna hostel í Munaðarnesi. Ljósm. Ragnar Karlsson.

Hostel brátt opnað í Munaðarnesi

Þeir Ragnar Jakob Kristinsson og Sigurður Karlsson tóku við rekstri á Munaðarnes Restaurant í fyrrasumar. Þar hafa þeir komið með ýmsar nýjungar, t.d. að bjóða upp á námskeiðsaðstöðu í sal veitingahússins en hann er einstaklega heppilegur fyrir slíkt. Nú stendur til að opna hostel í húsi fyrir aftan veitingastaðinn, þar sem áður var bar. „Það fylgir því mikill auka kostnaður að hafa áfram bar í húsinu því það þyrfti alltaf að hafa allavega einn auka starfsmann hér úti. Því vildum við nýta húsnæðið í eitthvað annað,“ segir Sigurður í samtali við Skessuhorn. Hann segir að þeir hafi fundið fyrir eftirspurn eftir gistiaðstöðu í Munaðarnesi enda séu margir sem komi þar við, t.d. vegna námskeiða, og vilja stoppa lengur.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir