Jón Hrói Finnsson

Sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs hættir

Jón Hrói Finnsson hefur sagt starfi sínu lausu sem sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs hjá Akraneskaupstað. Í uppsagnarbréfi sínu 22. júní síðastliðinn kemur fram að honum hafi verið borðið starf sem framkvæmdastjóri Búsetudeildar Akureyrarkaupstaðar og hafi hann þáð starfið. „Ástæður þess sem ég hugsa mér til hreyfings eru af persónulegum toga og ég vil þakka samstarfsfólki mínu fyrir samstarfið á starfstíma mínum hjá sveitarfélaginu sem hefur verið afar ánægjulegur,“ segir jafnframt í bréfi Jóns Hróa. Velferðar- og mannréttindasvið varð til í kjölfar stjórnkerfisbreytinga hjá Akraneskaupstað haustið 2014 og hefur verkefni á sviði félagsþjónustu, mannréttindamála, barnavernd og þjónustu við fatlaða og aldraða. Jón Hrói hefur gegnt starfi sviðsstjóra frá því snemma árs 2015.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira