Símon er nýr leigutaki Vatnasvæðis Lýsu á Snæfellsnesi

„Ég hef tekið Vatnasvæði Lýsu á leigu í sumar, allt svæðið. Nú má veiða alveg niður í ós,“ segir Símon Sigurmonsson í Görðum, nýr leigutaki svæðisins. Fram að þessu hafa hinir og þessir haft svæðið á leigu undanfarin ár. Má þar nefna Laxá og Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Einkaaðilar voru auk þess með neðsta svæðið en það verður ekki lengur haft aðskilið. „Svæðið er skemmtilegt og bæði lax og silungur sem veiðist þarna. Sjóbirtingur hefur líka verið að sýna sig meira á svæðinu og er að ganga niður þessa dagana. Hann kemur sterkur aftur í haust. Ég þekki svæðið vel og hlakka til að takast á við þetta,“ sagði Símon, sem bjó og rak ferðaþjónustu á Görðum á Snæfellnesi til fjölda ára og er því öllum hnútum kunnugur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir