Sá stóri sannarlega til staðar í Laxá í Leir

Veiðin hefur verið þokkaleg í Laxá í Leirársveit það sem af er veiðitímabilinu. Fiskurinn er vænn sem hefur verið að fást. En baráttan getur verið löng við spræka laxa eins og sannaðist nýlega í Miðfellsfljótinu. Skúli Valberg Ólafsson og Ragnar Þórisson voru þá við veiðar og settu í 93 cm hæng. Tók hann lítinn Sun Ray neðarlega á veiðistaðnum. Fiskurinn reyndist gríðarsterkur og lét hafa fyrir sér í einar 90 mínútur áður en yfir lauk, enda veiðarfærin af nettara taginu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir