Landað upp úr Agli SH í Ólafsvík. Ljósm. af.

Mokafli dragnótabáta í Ólafsvík

Undanfarna daga hefur verið mokafli hjá dragnótabátum sem róa frá Ólafsvík. Hefur aflinn komist upp í 32 tonn eins og hjá bátnum Agli SH í gær. Þá var landað upp úr Agli 32 tonnum af þorski sem fengust í aðeins þremur hölum. Þórður Björnsson sagði í samtali við Skessuhorn að þetta góði afli sé óvanalegur á þessum árstíma en dragnótabáturinn Gunnar Bjarnarson SH hafi einnig verið að landa góðum afla að undanförnu. Í gær var báturinn með 26 tonn af stórum og fallegum þorski. Þórður segir ennfremur að mjög góð veiði hafi verið hjá handfærabátum og til dæmis hafi Tryggvi Eðvarðs SH landað 8 tonnum og Júlli Páls SH 7,5 tonnum sem er mjög gott, að sögn Þórðar. Hann segir að afli línubáta hafi verið minni að undanförnu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir