Bjóða út framkvæmdir við Jaðarsbakkalaug

Akraneskaupstaður auglýsir í Skessuhorni í dag eftir tilboðsgjöfum í fyrirhugaða uppbyggingu á sundlaugarsvæðinu við Jarðarsbakka. Jafnframt er boðin út bygging heitrar laugar við Langasand. Í auglýsingu kemur fram að verkið felist í endurbyggingu á heitum pottum, lagnavinnu og yfirborðsfrágangi á sundlaugarsvæðinu. Ennfremur uppsteypu á laug ásamt tilheyrandi lagnabúnaði í grjótgarðinum niður við Langasand. Verklok skulu vera fyrir 30. nóvember næstkomandi. Nánari upplýsingar veita starfsmenn í ráðhúsi Akraneskaupstaðar, en hægt er að óska eftir úboðsgögnum með að senda tölvupóst á akranes.utbod@mannvit.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira