Á annað þúsund hraðakstursbrot á landinu á einni viku

Óvenju mörg hraðakstursbrot komu upp hjá Lögreglunni á Vesturlandi í liðinni viku. Frá því á mánudag í síðustu viku voru 1.310 hraðakstursbrot skráð á landinu, sem er liðlega helmingi meira en venjulegt er. Fimm lítilsháttar umferðaróhöpp urðu í umdæminu í vikunni og var einn þeirra sem lenti í óhappi á Snæfellsnesi grunaður um ölvun við akstur. Frá því er greint í annarri frétt hér í blaðinu. Engin slys urðu á fólki. Á Akranesi var eitt innbrot í vikunni þegar brotist var inn í eitt af húsunum á Byggðasafninu í Görðum. Engu var stolið og ekki voru neinar teljandi skemmdir unnar á húsinu, fyrir utan brotna rúðu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir