Unnið við vegagerðina. Ljósm. bhs.

Vegurinn um Húsafellsskóg lagfærður til muna

Þessa dagana vinna starfsmenn Borgarverks að breikkun vegarins í gegnum Húsafellsskóg, frá þjóðnustumiðstöðinni og upp að Hvítá. Vegurinn var mjór og víða í kröppum beygjum og því víða blindhorn á honum og erfitt fyrir stóra bíla að mætast. Þá náði birkikjarr víða að blinda sýn ökumanna. Fjölmargar hríslur voru færðar af þeim sökum. Mikil og vaxandi umferð er um skóginn, meðal annars af stórum fólksflutningabílum sem aka með ferðafólk á Langjökul. Að breikkun vegarins lokinni verður hann lagður bundnu slitlagi að nýju. Efnið í veginn er tekið á bökkum Hvítár, skammt innan við afleggjarann áleiðis upp á Kaldadal. Stutt er því að fara með efnið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir