Landsleikurinn sýndur á risaskjá í Garðalundi

Írskir dagar fara fram á Akranesi um helgina, en dagskráin hefst á morgun. Mikið verður um að vera en dagskránni í ár lýkur með fremur óhefðbundnum hætti. Íslenska landsliðið í knattspyrnu leikur við Frakkland í 8 – liða úrslitum Evrópumótsins á sunnudaginn klukkan 19:00. Leikurinn verður sýndur á risaskjá í Garðalundi og verður stemningin líklega ekki síðri en á Arnarhóli í gærkvöldi. Kveikt verður upp í grillunum og er fólk hvatt til þess að mæta með mat og drykk með sér. Það væri ekki leiðinlegur endir á góðri helgi ef Ísland myndi sigra Frakka í leiknum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir