Fjölmörgum húsbílum var lagt ólöglega í Brákarey síðasta laugardag. Ljósm. Óli Valur Pétursson.

Húsbílum lagt ólöglega í Borgarnesi

Vegfarendur í Borgarnesi ráku upp stór augu síðastliðinn laugardag þegar sextán húsbílum var lagt í Brákarey. Samkvæmt lögreglusamþykkt sem er í gildi fyrir Borgarbyggð má ekki gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum eða tjaldvögnum á almannafæri utan sérmerktra svæða. Ekki eru sérmerkt stæði fyrir húsbíla í Borgarnesi en þeim má leggja á tjaldsvæði bæjarins í Granastaðalandi. Talsverð umræða hefur myndast um málið á samfélagsmiðlum þar sem myndinni hefur verið deilt og eru Borgnesingar margir hverjir ósáttir með þróun mála á meðan aðrir fagna fjölgun ferðamanna í bænum, þrátt fyrir að þeir greiði ekki fyrir gistiplássið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir