Nýju drekarnir komnir á flug. Ljósm. sm.

Flugdrekasmiðja í Búðardal

Á Jónsmessu var haldið námskeið í flugdrekasmíði í Búðardal fyrir börn fædd á árunum 2006-2009.  Námskeiðið var haldið með styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands og leiðbeinandi var Arite Fricke iðnhönnuður. Mikill áhugi var á námskeiðinu og var sætapláss fljótt að fyllast.
Til að byrja með gerðu börnin einfalda flugdreka úr gömlum símaskrám, grillpinnum og trélími og fengu að spreyta sig við að fljúga þeim áður en haldið var í matarhlé. Eftir það tók við flóknari drekagerð úr kínverskum pappír þar sem unnið var með pappabrot og litun. Afraksturinn var fjölbreyttur og flugu margir litskrúðugir flugdrekar um loftin þennan daginn undir stjórn ungra og stoltra hönnuða.

Líkar þetta

Fleiri fréttir