Skallagrímur tekur á móti Snæfelli í fyrsta leik á komandi leiktíð.

Vesturlandsslagur í fyrsta leik Domino‘s deildar kvenna

Leikjaröð liða í Domino‘s deild karla og kvenna auk fyrstu deildar karla er orðin ljós. Það er þó enn langt í mót en fyrsti leikur Domino‘s deildar karla verður spilaður 5. október en hjá konunum og fyrstu deild karla hefst mótið degi síðar. Nýliðarnir í Domino‘s deild kvenna, Skallagrímur í Borgarnesi, mæta meisturunum í Snæfelli og fer leikurinn fram í Borgarnesi. Því verður sannkallaður Vesturlandsslagur í fyrstu umferð í deildinni.

Í Domino‘s deild karla mun Snæfell mæta liði ÍR á útivelli í fyrsta leik og nýliðar Skallagríms spila á móti Haukum, einnig á útivelli. Skagamenn leika í fyrstu deild á komandi leiktíð og hefja leik gegn FSu á útivelli.

Líkar þetta

Fleiri fréttir