Bláfáninn kominn á loft við Langasand

Í liðinni viku var Bláfáninn við Langasand á Akranesi dreginn að húni fjórða árið í röð. Bláfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki og tákn um markvissa og skilgreinda umhverfisstjórnun. Til að öðlast Bláfánann þarf baðströndin á Langasandi að uppfylla 32 skilyrði sem lúta að vatnsgæðum, umhverfisstjórnun, upplýsingagjöf og öryggi. Aðeins tvær aðrar íslenskar baðstrendur hafa fengið Bláfánann; Bláá Lónið og Nauthólsvík. Sérstaða Langasands er þó sú að um náttúrulega strönd er að ræða, en svo er ekki á hinum tveimur Bláfánaströndunum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir