Veiðidagur fjölskyldunnar er í dag

Veiðidagur fjölskyldunnar er í dag, sunnudaginn 26. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið. Landssamband stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum. Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verða 29 vötn í boði á veiðideginum. Á Vesturlandi verður frítt að veiða í Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Hraunsfjarðarvatni, Hraunsfirði, Baulárvallavatni og Haukadalsvatni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir... Lesa meira