Frá kjörstað á Akranesi. Allar kjördeildir eru í Brekkubæjarskóla.

Meiri kjörsókn á Akranesi en fyrir fjórum árum

Á hádegi í dag höfðu 769 kosið í stærstu kjördeildinni í Norðvesturkjördæmi, á Akranesi. Kosið er í Brekkubæjarskóla. Það jafngildir 15,57% atkvæðisbærra. Í kosningunum fyrir fjórum árum höfðu á sama tíma 13,56% kosið. Kjörsókn er því töluvert meiri. Ágætt veður er á Vesturlandi, hlýtt en skýjað.

Líkar þetta

Fleiri fréttir