
Hægt að fletta upp kjördeildum og lögheimilum
Kosið verður til embættis forseta Íslands í dag, laugardaginn 25. júní. Víðast hvar verða kjörstaðir opnaðir klukkan 9:00, en þó eru undantekningar frá reglunni. Til dæmis hefjast kjörfundur ýmist klukkan 10 eða 11 í kjördeildum í Snæfellsbæ. Níu frambjóðendur eru í kjöri til forseta. Þeir eru:
- Andri Snær Magnason, Karfavogi 16, Reykjavík
- Ástþór Magnússon, Bretlandi, dvalarstaður Vogasel 1, Reykjavík
- Davíð Oddsson, Fáfnisnesi 12, Reykjavík
- Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Framnesvegi 56a, Reykjavík
- Guðni Th. Jóhannesson, Tjarnarstíg 11, Seltjarnarnesi
- Guðrún Margrét Pálsdóttir, Kríunesi 6, Garðabæ
- Halla Tómasdóttir, Sunnubraut 43, Kópavogi
- Hildur Þórðardóttir, Kristnibraut 65, Reykjavík
- Sturla Jónsson, Tröllaborgum 7, Reykjavík
Samkvæmt lögum ber sá frambjóðandi sigur úr býtum sem flest atkvæði hlýtur. Það mun liggja fyrir í nótt eða undir morgun þegar öll atkvæði hafa verið talin.
Kjósendur geta nú kannað hvort og hvar þeir eru á kjörskrá í forsetakosningunum: Uppfletting í kjörskrá. Nánari upplýsingar um forsetakosningarnar er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins.
Skessuhorn hvetur landsmenn til að nýta kosningarétt sinn, einn dýrmætasta stjórnarskrárvarinn rétt sem við höfum. Eigum gleðilegan kosningadag!