Hægt að fletta upp kjördeildum og lögheimilum

Kosið verður til embættis forseta Íslands í dag, laugardaginn 25. júní. Víðast hvar verða kjörstaðir opnaðir klukkan 9:00, en þó eru undantekningar frá reglunni. Til dæmis hefjast kjörfundur ýmist klukkan 10 eða 11 í kjördeildum í Snæfellsbæ. Níu frambjóðendur eru í kjöri til forseta. Þeir eru: 

  • Andri Snær Magnason, Karfavogi 16, Reykjavík
  • Ástþór Magnússon, Bretlandi, dvalarstaður Vogasel 1, Reykjavík
  • Davíð Oddsson, Fáfnisnesi 12, Reykjavík
  • Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Framnesvegi 56a, Reykjavík
  • Guðni Th. Jóhannesson, Tjarnarstíg 11, Seltjarnarnesi
  • Guðrún Margrét Pálsdóttir, Kríunesi 6, Garðabæ
  • Halla Tómasdóttir, Sunnubraut 43, Kópavogi
  • Hildur Þórðardóttir, Kristnibraut 65, Reykjavík
  • Sturla Jónsson, Tröllaborgum 7, Reykjavík

Samkvæmt lögum ber sá frambjóðandi sigur úr býtum sem flest atkvæði hlýtur. Það mun liggja fyrir í nótt eða undir morgun þegar öll atkvæði hafa verið talin.

Kjósendur geta nú kannað hvort og hvar þeir eru á kjörskrá í forsetakosningunum: Uppfletting í kjörskrá. Nánari upplýsingar um forsetakosningarnar er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins.

Skessuhorn hvetur landsmenn til að nýta kosningarétt sinn, einn dýrmætasta stjórnarskrárvarinn rétt sem við höfum. Eigum gleðilegan kosningadag!

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira