
Umferðarslys skammt frá Stykkishólmi
Umferðarslys varð á þjóðveginum skammt frá Stykkishólmi í morgun. Samkvæmt heimildum lögreglunnar á Vesturlandi fór bíllinn fjölmargar veltur. Maðurinn, sem var einn í bílnum, er lítið meiddur og þykir það ótrúlegt miðað við þær veltur sem hann fór. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.